Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboði Icelandair

Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti sjóður landsins og var stærsti hluthafi …
Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti sjóður landsins og var stærsti hluthafi Icelandair fyrir útboðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair sem lauk í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins sem birt var fyrir stuttu.

Lífeyrissjóðurinn er stærsti hluthafi félagsins fyrir útboðið með 11,81% hlut, en hann mun skerðast mikið eftir að hlutir eftir útboðið verða afhentir.

Fram kemur að Deloitte fjármálaráðgjöf hafi verið sjóðnum til aðstoðar við greiningu á fjárfestingarkostinum, en málið var til umfjöllunar á stjórnarfundi á miðvikudaginn þar sem ákvörðun um að taka ekki þátt var tekin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK