Afskrifa milljarða tekjur

Hótel Borg. Reitir eiga húsið.
Hótel Borg. Reitir eiga húsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stóru fast­eigna­fé­lög­in, Reit­ir, Reg­inn og Eik, hafa bók­fært tekjutap vegna tekju­falls hjá hót­el­um í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Er út­lit fyr­ir að sam­an­lagt tap þeirra af þess­um sök­um muni hlaupa á millj­örðum.

Má í því sam­hengi nefna að líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru áber­andi í hlut­hafa­hóp­um fé­lag­anna þriggja. Guðjón Auðuns­son, for­stjóri Reita, áætl­ar að tjón fé­lags­ins af far­aldr­in­um verði um tveir millj­arðar. Tekj­ur fé­lags­ins af hót­el­um í fyrra voru um 1.900 millj­ón­ir, sem sam­svaraði um 16% af heild­ar­tekj­um.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri Reg­ins, seg­ir fé­lagið hafa um 430 leigu­taka og að 7-8% af tekj­um komi frá hót­el­um. Rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins voru um 9,8 millj­arðar í fyrra og sam­svar­ar 8% hlut­fall hót­el­anna því tæp­um 800 millj­ón­um.

Garðar H. Friðjóns­son, for­stjóri Eik­ar, seg­ir hlut­fall hót­ela í tekj­um fé­lags­ins ekki hafa verið gefið upp. Hins veg­ar hafi fé­lagið upp­fært spá um hagnað fyr­ir fjár­magnsliði, af­skrift­ir og skatta (EBITDA) úr 5,7 millj­örðum í 4,85-5,1 millj­arð króna,“ að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK