200 milljóna tekjufall en engar uppsagnir

Búið er að loka og læsa skálum FÍ á Laugaveginum, …
Búið er að loka og læsa skálum FÍ á Laugaveginum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili og Botnum á Emstrum. Áfram er opið í Landmannalaugum og í Langadal og verður til 5. október. Ljósmynd/Halldór Hafdal Halldórsson

Þrátt fyr­ir allt að 200 millj­óna tekju­fall í skála­rekstri, sem jafn­gild­ir 60% tekju­falli, hef­ur Ferðafé­lag Íslands (FÍ) ekki þurft að grípa til upp­sagna. Íslend­ing­ar hafa sýnt ferðum hjá fé­lag­inu áhuga sem aldrei fyrr og hef­ur fé­lög­um í FÍ fjölgað um 2.000 manns á ár­inu. Þetta seg­ir Páll Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags Íslands. 

„Þetta var nátt­úru­lega afar sér­stakt sum­ar og eig­in­lega svona rúss­íbanareið í okk­ar starfi. Það var mik­il óvissa og stöðugt verið að breyta og aðlaga sig að skila­boðum frá þríeyk­inu,“ seg­ir Páll í sam­tali við mbl.is. 

Í apríl og maí urðu þau hjá FÍ vör við gríðarlega mik­inn áhuga á ferðalög­um inn­an­lands og því að fólk væri farið út að ganga, bæði í nærum­hverf­inu í vor en síðan til fjalla þegar sum­arið brast á.

„Við sáum það í þátt­töku í ferðum og skrán­ing­um í fé­lagið svo það voru sann­ar­lega já­kvæðar hliðar sem birt­ust hjá okk­ur í þess­um aðstæðum. Það hef­ur fjölgað í fé­lag­inu um næst­um því 2.000 fé­laga. Við erum að láta okk­ur dreyma um að ná 10.000 greiðandi fé­lags­mönn­um fyr­ir ára­mót,“ seg­ir Páll.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að það hafi verið …
Páll Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags Íslands, seg­ir að það hafi verið erfitt að af­lýsa um 20 full­bókuðum ferðum í sum­ar en FÍ hafi viljað ganga langt fram í því að sýna ábyrgð.

Hrun í bók­un­um í kjöl­far hertra aðgerða

„Það varð mik­ill sam­drátt­ur í skála­rekstr­in­um. Það má segja að sam­drátt­ur­inn hafi að lok­um orðið 60% þrátt fyr­ir að það hafi litið al­veg ágæt­lega út, júlí­mánuður verið nokkuð góður og ág­úst­mánuður leit vel út. Þegar tveggja metra regl­an var aft­ur tek­in upp sem og tvö­föld skimun varð mikið hrun í bók­un í skál­un­um hjá okk­ur,“ seg­ir Páll.

Mest­ur varð sam­drátt­ur­inn í skál­um á Lauga­veg­in­um enda venju­lega mest um ferðamenn þar. FÍ af­lýstu hátt í 20 ferðum í ág­úst og á seinni hluta sum­ars í kjöl­far hertra aðgerða sem miðuðu að því að tak­marka út­breiðslu veirunn­ar hér­lend­is. 

„Það var mjög erfitt. Þetta voru allt sam­an full­bókaðar ferðir og mik­ill áhugi en um leið vor­um við al­veg ákveðin í því að ganga mjög langt fram í því að sýna ábyrgð og hikuðum ekki við að af­lýsa og vor­um ekki með neinn af­slátt á því. Við hefðum getað aðlagað okk­ur að ein­staka ferðum en við kus­um að af­lýsa og byrja svo upp á nýtt þegar slakað yrði á,“ seg­ir Páll. 

Það er orðið vetrarlegt um að lítast í skála FÍ …
Það er orðið vetr­ar­legt um að lít­ast í skála FÍ í Hrafntinnu­skeri. Hann stend­ur við Lauga­veg­inn. Ljós­mynd/​Hall­dór Haf­dal Hall­dórs­son

„Tvö­falt upp­selt“

Hann horf­ir björt­um aug­um á vet­ur­inn enda virki­lega mik­il þátt­taka í fjalla­verk­efn­um sem fóru af stað í sept­em­ber og ná fram að ára­mót­um. 

„Þar var allt upp­selt hjá okk­ur og meira að segja tvö­falt upp­selt þannig að við bætt­um við auka hóp­um. Þeir seld­ust líka upp svo við erum með fleiri hundruð manns í fjalla­verk­efn­um eða hreyfi­verk­efn­um af ýmsu tagi. Það er auðvitað gríðarlega ánægju­legt að sjá það.“

Þrátt fyr­ir mikið tekju­fall seg­ir Páll að Ferðafé­lag Íslands standi keikt og ekki hafi þurft að ráðast í nein­ar upp­sagn­ir.

„Við erum að horfa á allt að 200 millj­óna króna tekju­fall í skála­rekstr­in­um hjá okk­ur. Við vor­um mikið að vinna eft­ir þeirri sviðsmynd og stillt­um henni upp í mars. Við erum alla vega að lenda stand­andi og erum til­bú­in til þess að fara af stað af full­um krafti á nýju ári.“

Íslend­ing­ar voru iðnir við að ferðast inn­an­lands í sum­ar enda erfitt að fara til út­landa. Páll tel­ur að þau áhrif veirunn­ar verði lang­tíma­áhrif.

„Fleiri Íslend­ing­ar hafa núna kynnst því hvað er frá­bært að ferðast um Ísland, ekki síst á sum­ar­mánuðum. Marg­ir stigu þarna sín fyrstu skref í úti­vist og fjalla­mennsku og ef­laust munu marg­ir halda því áfram. Þetta er al­veg klár­lega nýr og stór hóp­ur sem við höf­um séð koma inn í starfið hjá okk­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK