Allt að 3.000 milljóna rekstrarhagnaður

Hagar starfrækja t.a.m. 28 þjónustustöðvar Olís.
Hagar starfrækja t.a.m. 28 þjónustustöðvar Olís. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sam­kvæmt drög­um að upp­gjöri Haga má gera ráð fyr­ir að rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir (EBITDA) á öðrum árs­fjórðungi verði á bil­inu 2.850 til 3.000 millj­ón­ir króna, sam­an­borið við 2.489 millj­ón­ir króna á síðasta rekstr­ar­ári. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

28. októ­ber næst­kom­andi munu Hag­ar birta upp­gjör fyrstu sex mánaða rekstr­ar­árs­ins 2020/​21. Nú liggja fyr­ir fyrstu drög að upp­gjöri og stefn­ir í að af­koma sam­stæðunn­ar á öðrum árs­fjórðungi verði held­ur betri en af­koma á sama fjórðungi á fyrra ári.

„Miðað við of­an­greint ger­ir mat stjórn­enda ráð fyr­ir því að rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir sam­stæðunn­ar (EBITDA) á fyrri árs­helm­ingi, þ.e. tíma­bilið 1. mars til 31. ág­úst 2020, verði á bil­inu 4.150 til 4.300 millj­ón­ir króna, sam­an­borið við 4.523 millj­ón­ir króna á fyrra rekstr­ar­ári“, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hag­ar starf­rækja 40 mat­vöru­versl­an­ir, 28 Olís þjón­ustu­stöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvær birgðaversl­an­ir, þrjár sér­vöru­versl­an­ir, tvö apó­tek, tvö vöru­hús og tvær fram­leiðslu­stöðvar. Und­ir hatti Haga versl­ana ehf. eru fyr­ir­tæk­in Bón­us, Hag­kaup, Aðföng og Útil­íf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK