Langdreginn faraldur eykur óvissu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­il­vægt er að fjár­mála­fyr­ir­tæki vinni mark­visst að end­ur­skipu­lagn­ingu út­lána og nýti það svig­rúm sem aðgerðir Seðlabanka og stjórn­valda hafa skapað til að styðja við heim­ili og fyr­ir­tæki. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá fjár­mála­stöðug­leika­nefnd.

Seg­ir að bar­átt­an við kór­ónu­veiruna hafi reynst lang­dregn­ari en von­ir voru bundn­ar við, og með því auk­ist óviss­an sem hef­ur nei­kvæð áhrif á út­lána­sögn fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Sveiflu­jöfn­un­ar­auki áfram núll

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd hef­ur ákveðið að sveiflu­jöfn­un­ar­auki á fjár­mála­fyr­ir­tæki verði óbreytt­ur næstu sex mánuði, eða núll pró­sent. Sveiflu­jöfn­un­ar­auk­an­um var aflétt 18. mars.

Sveiflu­jöfn­un­ar­auki er álag sem bæt­ist ofan á eig­in­fjár­kröf­ur banka, en beit­ingu hans er ætlað að mæta svei­flu­tengdri kerf­isáhættu. Í upp­takti fjár­mála­sveiflu á hann að koma í veg fyr­ir áhættu­mynd­un vegna óhóf­legr­ar skuld­setn­ing­ar. Með lækk­un hans í niður­sveiflu ffá fjár­mála­fyr­ir­tæki aft­ur á móti aukið svig­rúm til að vinna úr auknu út­lánatapi og á það að draga úr nei­kvæðum áhrif­um á út­lána­starf­semi. 

Fjármálastöðugleikanefnd.
Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd. Ljós­mynd/​Aðsend

Í til­kynn­ingu nefnd­ar­inn­ar seg­ir að aðgerðir Seðlabank­ans hafi rýmkað veru­lega aðgengi stóru bank­anna þriggja að lausu fé og vaxta­álag á er­lend­um láns­fjárs­mörkuðum hafi lækkað. Eig­in- og lausa­fjárstaða bank­anna sé því sterk og þeir hafi aðgang að lausu fé bæði í krón­um og er­lend­um gjald­miðlum sem geri þeim kleift að búa yfir mikl­um viðnámsþrótti til að tak­ast á við af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að lág­vaxtaum­hverfi skapi nýj­ar áskor­an­ir fyr­ir starf­semi líf­eyr­is­sjóða og fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þar sem líf­eyr­is­sjóðir séu ráðandi þátt­tak­end­ur á inn­lend­um fjár­mála­markaði sé þörf á að skoða frek­ar um­gjörð og áhættu tengda þeim.

Til­kynn­ing­in í heild sinni:

Bar­átt­an við far­sótt­ina er lang­dregn­ari en von­ir voru bundn­ar við sem eyk­ur óvissu og hef­ur nei­kvæð áhrif á út­lána­söfn fjár­mála­fyr­ir­tækja. Mik­il­vægt er að fjár­mála­fyr­ir­tæki vinni mark­visst að end­ur­skipu­lagn­ingu út­lána og nýti það svig­rúm sem aðgerðir Seðlabank­ans og stjórn­valda hafa skapað til að styðja við heim­ili og fyr­ir­tæki.

Eig­in­fjár- og lausa­fjárstaða stóru bank­anna þriggja er sterk. Aðgerðir Seðlabank­ans hafa rýmkað veru­lega aðgengi þeirra að lausu fé og vaxta­álag á er­lend­um láns­fjár­mörkuðum hef­ur lækkað. Bank­arn­ir hafa því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krón­um og er­lend­um gjald­miðlum. Þeir eiga því að búa yfir mikl­um viðnámsþrótti til að tak­ast á við af­leiðing­ar far­sótt­ar­inn­ar.

Lág­vaxtaum­hverfi skap­ar nýj­ar áskor­an­ir fyr­ir starf­semi líf­eyr­is­sjóða og fjár­mála­fyr­ir­tækja. Líf­eyr­is­sjóðir eru ráðandi þátt­tak­end­ur á inn­lend­um fjár­mála­markaði og því er þörf á að skoða frek­ar um­gjörð og áhættu tengda þeim.

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd skal árs­fjórðungs­lega ákveða gildi á sveiflu­jöfn­un­ar­auka á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar frá 18. mars sl. hef­ur nefnd­in ákveðið að halda auk­an­um óbreytt­um næstu 6 mánuði.

Slök­un á taum­haldi pen­inga­stefn­unn­ar hef­ur stutt við fjár­mála­stöðug­leika við nú­ver­andi aðstæður.

Nefnd­in ít­rek­ar að hún er reiðubú­in að beita þeim tækj­um sem hún hef­ur yfir að ráða til að varðveita fjár­mála­stöðug­leika hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK