Viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans gaf út nýja skýrslu í dag. Horfurnar þar …
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans gaf út nýja skýrslu í dag. Horfurnar þar eru ekki mjög bjartar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Viðbúið er þó að at­vinnu­leysi auk­ist enn frek­ar og veru­leg hætta er á að fjöldi fyr­ir­tækja leiti eft­ir greiðslu­skjóli eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Þetta á ekki síst við ferðaþjón­ust­una þar sem veru­lega breytt um­hverfi blas­ir við. Mun hún ekki ná sér á strik á ný sem út­flutn­ings­at­vinnu­grein á meðan víðtæk­ar tak­mark­an­ir eru til staðar á landa­mær­um, bæði hér á landi og úti í heimi. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu fjár­mála­stöðug­leika­nefnd­ar Seðlabanka Íslands sem birt var í morg­un.

Vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hef­ur ferðaþjón­ust­an átt mjög erfitt upp­drátt­ar á þessu ári, en sem dæmi fækkaði gistinótt­um á hót­el­um um 63% á tíma­bil­inu júní til ág­úst, helstu sum­ar­mánuðirn­ir, sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Þá lækkaði upp­söfnuð korta­velta fyrstu átta mánuði árs­ins um 64% milli ára. Hafa hót­el treyst á inn­lenda ferðamenn, en fjöldi þeirra á hót­el­um þre­faldaðist milli ára.

Stór hluti mun loka í vet­ur

Staðan þegar komið er að haust­inu og vetr­in­um er hins veg­ar enn verri að mati Seðlabank­ans. „Flest bend­ir til að stór hluti hót­ela sem enn eru opin muni loka nú í haust þegar ferðalög­um Íslend­inga fækk­ar, enda er­lend­ir ferðamenn fáir. Fjöldi fé­laga í hót­el­rekstri, sem mörg hver hafa verið nær tekju­laus frá því í apríl, vinn­ur nú með lána­stofn­un­um, leigu­söl­um og öðrum kröfu­höf­um að end­ur­skipu­lagn­ingu á eig­in rekstri til að forðast greiðsluþrot.“

Óumflýj­an­legt er að at­vinnu­leysi í grein­inni verði mjög mikið

„Óumflýj­an­legt er að at­vinnu­leysi í grein­inni verði mjög mikið á kom­andi mánuðum en áætla má að tæp­lega 25 þúsund manns hafi starfað við ferðaþjón­ustu í byrj­un árs. Starfs­fólki í grein­inni hef­ur fækkað tölu­vert það sem af er ári og viðbúið er að áfram verði mikið um upp­sagn­ir," seg­ir að lok­um í skýrsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK