Lífeyrissjóðir krefja Eimskip um skýringar

Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum á Íslandi eiga stóran hlut í …
Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum á Íslandi eiga stóran hlut í Eimskip. Ljósmynd/Eimskip

Stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að óska eftir skýringum frá stjórnendum Eimskips um þau meintu brot sem fjallað var um í þætti Kveiks í gær. Eimskip er sakað um að hafa farið á svig við lög þegar tvö gámaskip félagsins voru send til niðurrifs við strendur Indlands. Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum á Íslandi eiga stóran hlut í Eimskip.

Að því er fram kemur í frétt RÚV um málið segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að sjóðurinn líti málið alvarlegum augum. Hún segir að sjóðurinn muni kalla eftir skýringum frá stjórnendum Eimskips. Þá segir einnig í frétt RÚV að forráðamenn annarra lífeyrissjóða taki í sama streng.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði svo í kvöldfréttum RÚV að hann hefði óskað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd til þess að ræða ásakanirnar á hendur Eimskip.

Umhverfisstofnun hefur kært málið og þá hefur héraðssaksóknari sagt að málið sé á sínu borði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK