Nokia tekur við af Huawei

Fjarskiptafyrirtækið Nokia mun sjá um farsíma- og netkerfi símafyrirtækisins BT …
Fjarskiptafyrirtækið Nokia mun sjá um farsíma- og netkerfi símafyrirtækisins BT í Bretlandi. AFP

Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hefur gert samning við breska símafyrirtækið BT um uppbyggingu 5G-kerfis í Bretlandi. Frá þessu var greint í dag.

Samningurinn er sá fyrsti sem breskt fyrirtæki gerir á þessu sviði frá því stjórnvöld þar í landi bönnuðu fjarskiptafyrirtækjum að nota búnað frá Huawei á grundvelli þjóðaröryggis. Fyrirtækjum er skylt að byrja að skipta út búnaði frá fyrirtækinu á næsta ári og skal því lokið í seinasta lagi árið 2027.

Allt kerfi BT byggist á búnaði frá Huawei, og hefur breska fyrirtækið sagt að kostnaður við að skipta honum út verði um 500 milljónir punda (89 ma.kr.).

Þótt talið sé að bann við notkun búnaðar Huawei sé gullið tækifæri fyrir keppinauta þess, Nokia og sænska fyrirtækinu Ericsson, óttast sérfræðingar að erfitt geti verið fyrir fyrirtækin að anna eftirspurn eftir 5G-búnaði nú þegar lokað hefur verið á stærsta fyrirtækið á markaðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka