Bréf Icelandair undir útboðsgenginu

Bréf Icelandair lækkuðu í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var …
Bréf Icelandair lækkuðu í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var með viðskipti nýju hlutanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréf Icelandair hafa lækkað í fyrstu viðskiptum í dag um 1% og standa þessa stundina um 5% undir útboðsgengi félagsins í hlutafjárútboðinu á dögunum. Er þetta fyrsti viðskiptadagurinn eftir að bréf í hlutafjárútboðinu voru afhent fjárfestum.

Í útboðinu var gengi bréfa félagsins 1 króna á hlut. Við lokun markaða í gær var gengi félagsins 0,95 krónur á hlut. Fyrstu viðskipti í morgun voru upp á 150 milljónir á útboðsgenginu, en síðan hafa átt sér stað viðskipti fyrir um 40 milljónir og er gengi bréfa félagsins nú 0,94 krónur á hlut.

Í gær var greint frá því að Icelandair hefði sagt upp 88 starfsmönnum, að stærstum hluta flugmönnum. Eftir uppsögnina starfar 71 flugmaður hjá félaginu, en þeir höfðu verið 139 frá því í ágúst. Í tilkynningu félagsins frá í gær kom fram að Icelandair standi frammi fyrir áfram­hald­andi óvissu vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Tók félagið fram að staða þess væri sterk eftir hlutafjárútboðið og að það væri vel í stakk búið til að komast í gegnum óvissuna framundan og vonaðist til að geta dregið uppsagnir til baka um leið og ástandið myndi batna og eftirspurn eftir flugi tæki við sér á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK