Gengið var frá nokkrum stórum viðskiptum eftir að listi Icelandair um 20 stærstu hluthafa í félaginu var birtur síðdegis í dag. Því var listinn leiðréttur af félaginu rétt í þessu og er hann nú birtur með fyrirvara um breytingar.
„Fjárfestar eru minntir á að hlutir sem skráðir eru á fjármálafyrirtæki sem sinna milligöngu í verðbréfaviðskiptum kunna að innihalda hluti sem tilheyra viðskiptavinum þeirra. Eigin hlutir slíkra fjárfesta í bréfum Icelandair Group kunna því að vera umtalsvert færri en listinn gefur til kynna. Þetta á einkum við um Landsbankann hf. sem uppgjörsaðila nýafstaðins hlutafjárútboðs félagsins“, segir í tilkynningu frá Icelandair.
Lífeyrissjóðurinn Gildi er nú skráður sem stærsti hluthafi í félaginu en fyrr í dag var birtur listi þar sem Landsbankinn var skráður stærsti hluthafinn. Hann er nú sá fimmti stærsti
Hér fer listinn yfir tuttugu stærstu hluthafana í félaginu, ásamt fjölda hluta í þeirra eigu og eignarhlutfalli, eins og hann leit út klukkan 17:00 í dag, 30. september. Listinn er, eins og áður sagði, birtur með fyrirvara um breytingar: