Kaupaukar GAMMA afturkallaðir

mbl/Arnþór Birkisson

Stjórn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, hefur ákveðið að afturkalla kaupaukagreiðslur upp á tugi milljóna króna til ellefu fyrrverandi starfsmanna fjármálafyrirtækisins sem voru samþykktar haustið 2018 og í ársbyrjun 2019 en átti eftir að greiða að hluta út.

Þá hefur stjórnin einnig farið fram á það við tvo af þessum sömu starfsmönnum, þá Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóra GAMMA, og Ingva Hrafn Óskarsson, sem var sjóðstjóri hjá félaginu, að þeir endurgreiði GAMMA samtals um 12 milljónir króna vegna kaupauka sem höfðu þegar verið greiddir til þeirra á árunum 2018 og 2019, samkvæmt heimildum Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins.

Fyrrverandi starfsmönnum GAMMA var tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar félagsins í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu sem GAMMA skilaði á árunum 2017 og 2018. Samanlagt tap GAMMA á síðustu átján mánuðum nemur tæplega 500 milljónum króna. Á meðal fyrrverandi starfsmanna GAMMA sem munu ekki fá kaupauka sína greidda út að fullu eru Agnar Tómas Möller og Jónmundur Guðmarsson, en þeir starfa í dag hjá Kviku eignastýringu, segir í frétt Markaðarins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK