„Höfum séð blóðuga sóun úti um allt“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa séð „blóðuga sóun út um …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa séð „blóðuga sóun út um allt í opinbera kerfinu.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Dæmin eru endalaus um sóun sem fyrirfinnst hjá hinu opinbera og þó að ráðist hafi verið í margar aðgerðir undanfarið eru enn fjölmörg verkefni fram undan í þeim efnum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Silfrinu í dag, en þar ræddu hann og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar meðal annars um fjárlög og útgjöld ríkisins.

„Við höfum séð blóðuga sóun úti um allt í opinbera kerfinu,“ sagði Bjarni þegar þáttarstjórnandi spurði hann út í sóun hjá hinu opinbera. „Dæmin eru endalaus,“ bætti hann við og nefndi að fyrir nokkrum árum hefði verið ákveðið að hætta að senda út gluggapóst vegna bifreiðagjalda. Á þessu hefði ríkið sparað hálfan milljarð á ári að sögn Bjarna.

Þá hefðu opinber innkaup verið tekin í gegn, en Bjarni sagði að þar hefði kaupkraftur ríkisins ekki verið nýttur og ekki heldur allar þær upplýsingar sem væri að finna innan hins opinbera.

Sagði hann að nú væri unnið á fullu með verkefnið stafrænt Ísland, en markmið þess væri að „sóa ekki tíma fólks að hlaupa á milli stofnana og keyra út og suður með útfyllt eyðublöð. Þetta ætlum við að gera allt rafrænt“, sagði Bjarni og bætti við að hægt væri að gera þessi mál miklu miklu betur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK