Kerecis allt að 30 milljarða króna virði

Vöxtur Kerecis hefur vaxið ört og enn stefnir í mikinn …
Vöxtur Kerecis hefur vaxið ört og enn stefnir í mikinn vöxt á nýju á. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Íslenska líf­tæknifyr­ir­tækið Kerec­is hef­ur marg­faldað sölu sína á milli ára og á nýliðnu rekstr­ar­ári, sem lauk 30. sept­em­ber síðastliðinn, seldi fyr­ir­tækið vör­ur fyr­ir 2,5 millj­arða króna.

Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir í ít­ar­legu viðtali í  ViðskiptaMogg­an­um í dag að von­ir standi til þess að velta fyr­ir­tæk­is­ins muni marg­fald­ast milli ára, rétt eins og raun­in hef­ur verið á síðustu árum.

Hann tjá­ir sig ekki um mögu­legt verðmat á fyr­ir­tæk­inu en miðað við al­genga marg­fald­ara í tækni­geir­an­um gæti verðmæti þess í dag stappað nærri 30 millj­örðum króna.

Guðmund­ur seg­ir að spurn eft­ir vör­um fyr­ir­tæk­is­ins, sem er svo­kallað sár­aroð, unnið úr þorskroði og hef­ur sannað sig sem öfl­ug leið til að græða sár, m.a. hjá þeim sem misst hafa út­limi, hafi auk­ist eft­ir að kór­ónu­veir­an setti allt úr skorðum víðast hvar um heim­inn.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK