Selja þrjár af Boeing 757-vélum sínum

Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-vélum …
Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-vélum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins. Í tilkynningu félagsins segir að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum þess efnis á næstu vikum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón bandaríkjadala (um 2,9 ma.kr. á núv. gengi), sem er á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði þeirra.

Í tilkynningunni kemur fram að tvær af vélunum hafi verið framleiddar árið 1994 og ein árið 2000, og verður þeim breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar eftir afhendingu. „Sala vélanna þriggja er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757-vélum í flugflota félagsins á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. 

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að salan sé jákvætt skref fyrir félagið á þeim tíma þegar flugrekstur er í lágmarki. „Sala vélanna sýnir að enn felast mikil verðmæti í Boeing 757-vélum Icelandair eftir áralanga þjónustu við félagið og þær muni nýtast nýjum eiganda áfram. Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK