Nef- og munnúði frá Viruxal

Nef- og munnúði frá Veruxal.
Nef- og munnúði frá Veruxal. Ljósmynd aðsend

Lækningavörufyrirtækið Viruxal, dótturfélag Kerecis, hefur sett á markað nef- og munnúða sem það segir geta hjálpað til í baráttunni við Covid-19.

Vörurnar eru hluti af persónulegum sóttvörnum og hafa það að markmiði að minnka veirumagn í efri öndunarfærum samkvæmt fréttatilkynningu.

„Vörur Kerecis eru sáraroð og vörur sem byggja á fitusýrum. Í gegnum margra ára reynslu af þróun, framleiðslu og sölu á sáravörum hefur orðið til hjá Kerecis veiruhamlandi tækni sem kölluð er Viruxal, sem nú hefur verið færð í sjálfstætt dótturfélag með sama nafni. Viruxal inniheldur fitusýrur sem hafa veiruhamlandi áhrif.  

Forsagan er sú að ein af vörum Kerecis er sáraúði sem inniheldur Viruxal fitusýrur. Varan hefur verið notuð á sjúkrastofnunum víðsvegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Í vor skapaðist neyðarástand vegna Covid-19 á Ítalíu. Þar í landi er mikil notkun á sáraúðanum og þekkja ítalskir læknar vel til veiruhamlandi eiginleika vörunnar. Læknar fóru því að úða Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga sem höfðu byrjunareinkenni Covid-19. Tilgangurinn með að nota sáraúðann í háls sjúklinganna var að hindra framgang sjúkdómsins. Eftir meðhöndlun á meira en 70 sjúklingum lofuðu fyrstu niðurstöður góðu.  

Í framhaldi af notkuninni á Ítalíu á sáraúðanum í tengslum við Covid-19 hafa nú verið þróaðar tvær samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni. Vörurnar eru ViruxNasal og ViruxOral, sem hafa það að markmiði að minnka veirumagn í öndunarfærum með tímabundnu varnarlagi,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK