Hagnaður vekur athygli

Hagnaður Icelandair Group á þriðja fjórðungi vekur athygli í Noregi enda sé sjaldgæft þessa dagana að flugfélag skili hagnaði á þessum ársfjórðungi. Hagnaðurinn á ársfjórðungnum nam 38,2 milljónum dollara, jafnvirði 5,2 milljarða króna.

Í tilkynningu frá félaginu segir að eignfærsla tekjuskatts og endurflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mótaðila, hafi haft jákvæð áhrif sem nam 38,2 milljónum dollara eða samsvarandi öllum hagnaði tímabilsins.

Í frétt Hangar24.no kemur fram að við að sjá tölur sem þessar mætti halda að reksturinn hafi verið eðlilegur í fjórðungnum en það er langt frá því segir í fréttinni og segir að hagnaður komi til vegna samkomulags við Boeing-flugvélaframleiðandann um bætur vegna 737 Max-vélanna.

Líkt og bent er á í frétt Morgunblaðsins og mbl.is í gær eru umsvif félagsins margfalt minni í ár en í fyrra. Tekjur af farþegaflutningum nema 56 milljónum dollara, jafnvirði 7,9 milljarða, samanborið við tæpar 228 milljónir dollara yfir sama tímabil í fyrra. Heildartekjur af starfseminni námu hins vegar 103,6 milljónum dollara, jafnvirði 14,1 milljarðs króna og drógust saman um 81% frá síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 16% á tímabilinu.

Uppsafnað tap félagsins á árinu er 292,9 milljónir dollara, jafnvirði 41 milljarðs króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK