Boeing losar sig við sjö þúsund starfsmenn

Frá höfuðstöðvum Boeing í Chicago.
Frá höfuðstöðvum Boeing í Chicago. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag að um sjö þúsund störf innan fyrirtækisins verði lögð niður fyrir lok næsta árs. Fjöldi starfsmanna verði þá orðinn um 130 þúsund, en 160 þúsund manns störfuðu hjá fyrirtækinu í upphafi þessa árs.

Boeing tilkynnti einnig að félagið hefði tapað 449 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins, en á sama tímabili í fyrra hagnaðist félagið um 1,2 milljarða dala.

Tekjurnar skertust um 29,2 prósent frá því tímabili og námu 14,1 milljarði dala á þriðja ársfjórðungi.

Alvarleg kreppa í fluggeiranum sökum faraldurs kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að flugfélög hafa fallið frá pöntunum flugvéla eða frestað viðtöku þeirra og um leið dregið niður helstu tekjulind flugvélaframleiðandans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK