Malbikstöðin & Fagverk og Sorpa hafa undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu um kaup og sölu á allt að milljón normalrúmmetrum (Nm3) af hreinsuðu metangasi á ári.
Það samsvarar tæplega helmingi af afkastagetu GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU. Með yfirlýsingunni lýsa Malbikstöðin & Fagverk og SORPA yfir ætlun sinni að starfa saman að því að á komist bindandi samningur þeirra á milli um viðskipti með metan um mitt ár 2021.
Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri SORPU, segir í fréttatilkynningu að töluverð eftirspurn sé eftir metangasi frá GAJU.
Metangasinu er ætlað að koma í staðinn fyrir umtalsvert magn af dísilolíu í starfsemi Malbikstöðvarinnar og Fagverks. Með því að nota metangas í stað dísilolíu til að framleiða malbik draga fyrirtækin umtalsvert úr kolefnisfótspori malbiksins.