Gríðarleg umskipti hjá Ryanair

AFP
Írska flugfélagið Ryanair var rekið með 197 milljóna evra, sem svarar til 32 milljarða króna, tapi á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins samanborið við hagnað upp á 1,15 milljarða evra, sem svarar til 189 milljarða króna, á sama tímabili í fyrra. Skýringin er einföld – Covid-19.
Í afkomutilkynningu Ryanair kemur fram að vegna Covid-19 hafi allur flugfloti félagsins verið kyrrsettur frá og með miðjum mars til loka júní á sama tíma og ríki ESB komu á flug- og ferðabanni. Tekjur drógust saman um 78% á tímabilinu apríl til september og voru 1,2 milljarðar evra. Alls fækkaði farþegum um 80% og voru rúmlega 17 milljónir talsins á tímabilinu. 

Fram kemur að meirihluti tekna Ryanair hafi verið á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins, júlí til september. Greint var frá því nýverið að dregið verði úr flugáætlun félagsins í vetur og rekstri skrifstofa í Cork og Shannon á Írlandi hætt og Toulouse í Frakklandi vegna kórónuveirufaraldursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK