Rekstur ferðaskrifstofa Arion-banka stöðvast

AFP

Solresor og Solia voru systurfélög  Heimsferða og í morgun hefur komið fram í sænskum fjölmiðlum að rekstur þeirra hafi stöðvast. Ferðaskrifstofurnar eru í eigu Arion-banka. Fjallað er um málið á ferðavefnum Túristi í morgun.

Þar segir að í uppgjöri við Andra Má Ingólfsson, sem var aðaleigandi Heimsferða, tók Arion banki yfir rekstur sjö norrænna ferðaskrifstofa sem þá heyrðu undir danska félagið TravelCo Nordic.

Það félag var hins vegar lýst gjaldþrota undir lok síðasta mánaðar og var þá ennþá í eigu íslenska bankans. Arion keypti svo Heimsferðir og vörumerki dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo tours í Danmörku út úr þrotabúi TravelCo Nordic.

Solresor í Svíþjóð og Solia í Noregi urðu eftir í hinu gjaldþrota móðurfélagi og nú segir á heimasíðum ferðaskrifstofanna tveggja að reksturinn hafi stöðvast. Viðskiptavinum er vísað á danska ferðaábyrgðasjóðinn varðandi endurgreiðslur á ferðum en líkt og Túristi hefur fjallað um þá gæti fall TravelCo Nordic kostað danska skattgreiðendur um 2,2 milljarða íslenskra króna. Þetta er meira tjón en danski ábyrgðasjóðurinn hefur nokkru sinni áður orðið fyrir.

Heimsferðir heyra nú undir Sólbjarg, dótturfélag Arion-banka. Stjórnarformaður þess er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.

Frétt Túrista í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK