Gera yfirtökutilboð í Skeljung

Meðal hluthafa í félaginu Streng, sem ætlar að gera yfirtökutilboð …
Meðal hluthafa í félaginu Streng, sem ætlar að gera yfirtökutilboð í Skeljung, eru Gunnar Sverrir Harðarson (t.v.), Sigurður Bollason (t.h.) og Ingibjörg Pálmadóttir, en eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er á myndinni með henni, er núverandi stjórnarformaður Skeljungs. Samsett mynd

Þrjú félög sem eiga samtals 36,06% af hlutafé í Skeljungi hafa tilkynnt um samstarf og yfirtökutilboð í félagið eftir að eignarhlutur þeirra fór yfir 30%. Verður yfirtökuverðið sem boðið er 8,315 krónur á hlut, eða 6,6% yfir markaðsvirði við lok viðskipta á föstudaginn þegar það var 7,8 krónur á hlut.

Félögin þrjú, sem munu leggja hluti sína inn í nýtt félag sem heitir Strengur, eru RES 9, 365 og RPF.

RES 9 er í eigu RES II sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og Nönnu Bjarkar Arngrímsdóttur. 365 er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, en eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, er stjórnarformaður Skeljungs og varamaður í stjórn 365. RPF er í jafnri eigu Loran ehf., sem er í eigu Þórarins A. Sævarssonar, sem er stjórnarmaður í Skeljungi, og Premier eignarhaldsfélags, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar munu RES 9 og 365 eiga hvort sinn 38% hlut í Streng, en RPF verður með 24% hlut.

Samkvæmt síðasta lista yfir stærstu hluthafa Skeljungs frá lokum föstudags var RES II með 10,19% hlut í Skeljungi, 365 átti 4,68% og RPF 1,61%, en það er samtals 16,48% hlutur.

Uppfært: Bréf í Skeljungi hækkuðu um 7,3% í fyrstu viðskiptum dagsins og standa nú í 8,37 krónum á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK