Reglugerð um hlutdeilarlán tekur gildi

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um hlutdeildarlán. Hlutdeildarlánum sem ætlað er að hjálpa fyrstu fasteignakaupendum og þeim sem ekki hafa átt fasteign síðastliðin fimm ár og eru undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Lög um hlutdeildarlán tóku gildi 1. nóvember og fjallar reglugerðin um útfærslu þeirra.

Í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um meðferð umsókna og úthlutun hlutdeildarlána. Þá er ákvæði um skilyrði hlutdeildarlána, til dæmis hvaða íbúðir verða keyptar með hlutdeildarlánum, hagkvæmni, gæði og ástand íbúða, hámarksverð og stærðir íbúða, sem og undanþágur frá almennum skilyrðum hlutdeildarlána.

Jafnframt er kveðið á um endurgreiðslu hlutdeildarlána og samstarf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við byggingaraðila. Einnig eru tilgreindar tímabundnar heimildir lántaka til útleigu íbúðar og gjaldfellingarheimild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á hlutdeildarláni. Að lokum er kveðið á um tímabundnar undanþágur frá hámarksverði íbúða sem gilda munu út árið 2021. Þannig verður fyrir hendi undanþága vegna tilvika á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðstæður á byggingarstað eða skilmálar á byggingarreit valda því að byggingarkostnaður er hærri en almennt gerist.

Einnig er gert ráð fyrir undanþágu frá hámarksverði vegna íbúða sem þegar hafa verið byggðar, eru í byggingu eða sem fyrir liggja samþykkt byggingaráform um, sem eru þess eðlis eða svo langt á veg komnar að óhagkvæmt er að breyta þeim til samræmis við stærðarviðmið reglugerðarinnar. Er þannig gert ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika fyrsta árið á meðan byggingaraðilar eru að laga sig að nýjum viðmiðum um hagkvæmni. 

Opnað var fyrir umsóknir um hlutdeildarlán í byrjun vikunnar og sér Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um afgreiðslu umsókna. Nánari upplýsingar má finna á upplýsingavef um hlutdeildarlán, hlutdeildarlan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK