Kynna 438 tillögur um breytingar á lögum

Kynntar verða 438 tillögur að breytingum á gildandi lögum og …
Kynntar verða 438 tillögur að breytingum á gildandi lögum og reglum sem snúa að ferðaþjónustu- og byggingariðnaði. mbl.is/Árni Sæberg

Niðurstöður samkeppnismats OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði liggja nú fyrir og verða þær kynntar á fundi í Hörpu í dag. Greining OECD leiddi í ljós að til staðar væru fjölmörg tækifæri til þess að bæta regluverkið, skýra það, draga úr óþarfa reglubyrði til að stuðla að aukinni samkeppni. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan.

Skýrslan var unnin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, frá  árinu 2018.

Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu vegna skýrslunnar eru lagðar til 438 tillögur að breytingum á gildandi lögum og reglum sem snúa að ferðaþjónustu- og byggingariðnaði.

Tillögurnar ná bæði til ferðaþjónustu og byggingariðnaðar.
Tillögurnar ná bæði til ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. mbl.is/Eggert

Auk Þórdísar mun framkvæmdastjóri OECD, tveir ráðherrar, verkefnastjóri samkeppnismatsins og forstjóri Samkeppniseftirlitsins flytja erindi, en dagskráin er sem hér segir og hefst klukkan 13:00:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD
Ásmundur Einar Daðason, félagsmála- og barnamálaráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Ania Thiemann, verkefnastjóri samkeppnismatsins hjá OECD
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Fundarstjóri er Bergur Ebbi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK