Óskar eftir að trúnaði um orkusamninga verði aflétt

Norðurál segir stóriðju eina af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og að …
Norðurál segir stóriðju eina af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og að hún sé háð samkeppnishæfu raforkuverði. mbl.is/RAX

Norðurál telur að nýútkomin skýrsla Fraunhofer um samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju sé um margt góð og fagnar því að iðnaðarráðherra skuli hafa tekið það skref að láta óháðan aðila meta samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi, með tilliti til raforkuverðs. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við orkusala að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum milli fyrirtækjanna eins fljótt og auðið verður. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðuráli.

Hvað varðar niðurstöðu Fraunhofer skýrslunnar þá staðfestir hún það sem Norðurál hefur bent á, að meðalverð raforku hefur verið samkeppnishæft. Skýrslan staðfestir einnig að það raforkuverð sem nú stendur til boða á Íslandi er ekki samkeppnishæft við það sem stendur til boða í Noregi og Kanada,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK