Svansvottaðar íbúðir á leið á markað

Mikil tækifæri eru í íslenskum byggingariðnaði til að minnka kolefnisfótspor og gera iðnaðinn umhverfisvænni. Þetta segir Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Húsheildar, en fyrirtækið byggir nú Svansvottuð raðhús í Urriðaholti sem munu vera þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu sem fara á almennan markað.

Það er Umhverfisstofnun sem heldur utan um Svansvottunarferlið á Íslandi en í því eru ekki einungis gerðar kröfur um að hús séu byggð með umhverfissjónarmið í huga. Þar eru einnig gerðar ítarlegar kröfur um loftgæði, hljóðvist og orkunotkun.

Húsin sem eru alls sextán talsins eru staðsett í Urriðaholti …
Húsin sem eru alls sextán talsins eru staðsett í Urriðaholti í Garðabæ og eru teiknuð hjá Arkís. Ljósmynd/Aðsend

Húsheild sér um framkvæmdina en húsin eru reist undir merkjum Vistbyggðar. Eitt það mikilvægasta í að gera framkvæmdina umhverfisvæna er að nota innfluttar timbureiningar í stað steypunnar. „Hún er alveg ofboðslega óumhverfisvæn og er í raun eitt af stóru vandamálunum í byggingarbransanum í dag,“ segir Ólafur og bætir við að kolefnislosun vegna steypunotkunar sé mun meiri en frá bílaflotanum. 

Sem dæmi um hús sem eru byggð með sömu efnum eru nýlegar Fosshótelbyggingar á Mývatni og við Jökulsárlón sem Ólafur segir að standist vel íslenskar aðstæður.

Í myndskeiðinu er rætt við Ólaf um húsin sem eru væntanleg á markað á næsta ári.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK