Buffett selur öll bréfin í Costco

Warren Buffett.
Warren Buffett. MARIO ANZUONI

Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag ofurfjárfestisins Warren Buffet, hefur selt alla hluti sína í verslunarkeðjunni Costco. Félagið hafði fyrir síðasta þriðjung losað um talsvert eignarhald í verslunarrisanum, en ljóst er samkvæmt nýjasta uppgjöri Berkshire að allir hlutir í Costco hafa verið seldir. 

Viðskiptin koma mörgum á óvart þar sem félagið passar að mörgu leyti við fjárfestingarstefnu Buffetts. Þá situr hægri hönd Buffetts, Charlie Munger, í stjórn Costco og hefur gert frá árinu 1997. 

Hafa einhverjir velt því upp hvort söluna á bréfum í Costco megi rekja til væntanlegrar brottfarar Charlie Munger, sem nú er orðinn 96 ára gamall. Þá telja sumir að trú Buffett á Amazon hafi orðið til þess að hann ákvað að selja síðustu bréfin í Costco. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK