Breska flugfélagið EasyJet var í fyrsta skipti rekið með tapi á síðasta rekstrarári. Ástæðan er einföld, kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans á flugfélög heimsins.
Tap EasyJet fyrir skatta nam 1,27 milljörðum punda á rekstrarárinu sem lauk í lok september. Þetta er í fyrsta skipti í 25 ára sögu félagsins sem það er rekið með tapi. Í fyrra nam hagnaður félagsins 430 milljónum punda.
EasyJet hefur meðal annars gert hlé á flugferðum til og frá Íslandi vegna Covid-19 og er næst áætlað að félagið fljúgi hingað um miðjan desember.