Maxinn fer í loftið í vor

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Við gerum ráð fyrir að MAX-vélarnar komi inn í áætlunina hjá okkur næsta vor.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, inntur eftir viðbrögðum nú þegar bandarísk flugmálayfirvöld hafa gefið út flughæfnisvottorð á Boeing 737-MAX-vélarnar sem staðið hafa kyrrsettar um heim allan frá því í mars í fyrra.

Boeing 737 Max þotur fara brátt í loftið að nýju.
Boeing 737 Max þotur fara brátt í loftið að nýju. AFP

Með því hillir undir lengstu samfelldu kyrrsetningu farþegavélar í sögu flugsins sem átti rætur að rekja til tveggja mannskæðra flugslysa í Jövuhafi og Eþíópíu sem kostuðu 346 manns lífið. „Það hefur verið talað um að Evrópska flugmálaeftirlitið muni gefa sér tvo mánuði til að fara yfir niðurstöðurnar hjá því bandaríska og þá er sennilegt að flughæfni vélarinnar verði staðfest fyrir Evrópu í janúar næstkomandi. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að taka vélarnar okkar inn í áætlun fyrr en nokkru eftir það. Miðað við umsvifin sem við gerum ráð fyrir næstu mánuðina erum við með nógu margar vélar til að anna flugáætluninni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK