Play fær úthlutuð lendingarleyfi

Forsvarsmenn Play vinna enn hörðum höndum að því að koma …
Forsvarsmenn Play vinna enn hörðum höndum að því að koma félaginu í loftið. mbl.is/Hari

Flug­fé­lag­inu Play hef­ur verið út­hlutað lend­ing­ar­leyf­um á tveim­ur flug­völl­um í London og ein­um í Dublin. Sveinn Ingi Steinþórs­son, fjár­mála­stjóri fé­lags­ins, staðfest­ir að þarna sé um flug­vell­ina London Stan­sted og Gatwick að ræða, auk alþjóðaflug­vall­ar­ins í Dublin á Írlandi.

Áætlan­ir fé­lags­ins nú byggj­ast á að fyrstu farþegar verði flutt­ir á veg­um þess á öðrum árs­fjórðungi næsta árs. Sveinn Ingi ít­rek­ar þó að mik­il óvissa sé í kort­un­um og að áætlan­ir breyt­ist hratt sök­um þess.

Ekki enn með flugrekstr­ar­leyfi

Play er ekki komið með flugrekstr­ar­leyfi og seg­ir Sveinn að það komi ekki á óvart. Það hafi verið lán fé­lags­ins að vera ekki komið í loftið þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn breidd­ist um heim­inn.

„Við met­um það svo að tæki­færið hafi aldrei verið stærra en ein­mitt nú. Það eru að hlaðast upp skuld­ir hjá keppi­naut­um okk­ar og vanda­mál­in munu ekki hverfa af markaðnum. Það er stór spurn­ing hversu lang­an tíma það mun taka þessi fé­lög að vinna upp það mikla tap sem orðið hef­ur.“

Hann seg­ir að sök­um kór­ónu­veirunn­ar standi Play í raun jafn­fæt­is öðrum flug­fé­lög­um hvað varðar sókn inn á markaðinn.

„Það er eng­inn að panta flug­miða núna, hvorki hjá okk­ur né öðrum. Þegar markaður­inn opn­ast mun­um við því í raun standa jafn­fæt­is öðrum fé­lög­um í þessu sam­bandi og það eru mjög góðar aðstæður fyr­ir okk­ur.“

Geta nýtt sér skamm­an fyr­ir­vara

Hann viður­kenn­ir að und­ir­bún­ings­tími frá því að farmiðasala hefst og fram að fyrsta flugi sé yf­ir­leitt met­inn sex mánuðir. Nú séu aðstæður hins veg­ar öðru­vísi og fé­lagið búi sig und­ir að hreyfa sig hratt þegar markaður­inn opn­ast.

„Inn­an­borðs hjá okk­ur er mjög reynt fólk sem hef­ur tek­ist á við erfiðar krís­ur, m.a. að selja flug­miða með skömm­um fyr­ir­vara. Það er reynsla sem mun nýt­ast okk­ur mjög mikið á kom­andi mánuðum.“

Hann seg­ir að fé­lagið sé ekki búið að taka flug­vél á leigu en að það sé í góðum far­vegi.

„Ástandið núna veld­ur því að það er mjög auðvelt að út­vega góðar vél­ar með skömm­um fyr­ir­vara. Við erum með samn­inga um leigu á vél og við mun­um byrja á einni vél. Upp­haf­leg áætl­un okk­ar var sú að byrja með sex vél­ar en aðstæður hafa gjör­breyst og þá nýt­um við okk­ur þann sveigj­an­leika sem við höf­um. Ef eft­ir­spurn­in eykst hratt get­um við brugðist hratt við og fjölgað vél­um.“

Arnar Már Magnússon er forstjóri Play.
Arn­ar Már Magnús­son er for­stjóri Play. mbl.is/​Hari

Spurður út í hvort fé­lagið hygg­ist fljúga á fleiri áfangastaði en London og Dublin svar­ar Sveinn Ingi því til að fé­lagið sé búið að leggja inn um­sókn­ir um lend­ing­ar­leyfi á mun fleiri stöðum en hann vill ekki til­taka sér­stak­lega hvaða áfangastaðir það eru.

Flug­fé­lagið Play var kynnt til sög­unn­ar á blaðamanna­fundi hinn 5. nóv­em­ber í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK