Herdís í aðalstjórn Íslandsbanka

Herdís Gunnarsdóttir tekur sæti í stjórn Íslandsbanka.
Herdís Gunnarsdóttir tekur sæti í stjórn Íslandsbanka. Ljósmynd/Systa

Herdís Gunnarsdóttir hefur tekið sæti sem aðalmaður í stjórn Íslandsbanka, en hún tekur sæti Flóka Halldórssonar, sem sagði sig nýlega úr stjórn bankans. Herdís hefur verið varamaður í stjórn bankans frá því í apríl 2016.

Herdís er framkvæmdastjóri réttindasviðs Tryggingastofnunar og hefur áður starfað, m.a. sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og var tímabundið sett­ur for­stjóri Reykjalund­ar.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að Herdís hafi mikla reynslu af stjórnarstörfum á vett­vangi félagasamtaka, stéttarfélaga, lífeyrissjóða, banka og í Evrópusamstarfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK