Musk orðinn næstríkastur í heimi

Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX.
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX. AFP

Elon Musk, stofnandi bílaframleiðandans Tesla, hefur tekið fram úr Bill Gates sem næstríkasti maður heims, aðeins viku eftir að hann tók fram úr Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook.

Bréf í Tesla hafa rokið upp í verði síðustu mánuði og eignir Musks samhliða því. Náði markaðsvirði Tesla 500 milljörðum dala í dag, eða um 68 billjónum íslenskra króna. Gengi bréf­anna stend­ur nú í 540 döl­um, en það hef­ur um sex­fald­ast frá því í árs­byrj­un. 

Eru eigur Musk nú metnar á 127,9 milljarða bandaríkjadala, eða um 17.350 milljarða íslenskra króna og hafa aukist um 100 milljarða dala það sem af er ári. Í ársbyrjun var Musk í 35. sæti á listanum, sem sýnir að lítið þarf til að hann missi Því þarf lítið að koma upp á til að 

Aðeins Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, er nú metinn ríkari en Musk, frumkvöðllinn óhefðbundni frá Suður-Afríku.

Enginn bílaframleiðandi hefur hærra markaðsvirði en Tesla, þrátt fyrir að fyrirtækið framleiði mun færri bíla en margir aðrir. Búist er við að fyrirtækið framleiði um 500.000 bíla í ár, allt rafbíla, samanborið við þær tíu milljónir sem Toyota framleiðir árlega.

Auk bílaframleiðslu er Musk einnig viðriðinn geimferðir. Fyrirtæki hans SpaceX sendi í síðustu viku fjóra geimfara í Alþjóðlegu geimstöðina í samstarfi við bandaríksu geimferðastofnunina NASA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK