Hagnaður tíu stærstu rúmlega 29 milljarðar

Hagnaður tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins jókst um 52% milli ára …
Hagnaður tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins jókst um 52% milli ára og var 29,3 milljarðar í fyrra. mbl.is/Rax

Hagnaður tíu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins jókst um rúmlega 52% milli ára og var 29,3 milljarðar eftir skatt á síðasta ári. Á sama tíma jókst velta fyrirtækjanna um tæplega 14% og var 178 milljarðar. Arðgreiðsla fyrirtækjanna tíu nam 3,7 milljörðum og lækkaði um 40% milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptablaðsins á afkomu útgerðarfélaganna í dag.

Mesta veltan var hjá Samherja Ísland ehf., en félagið velti 50,5 milljörðum á síðasta ári og jókst um tæplega níu milljarða milli ára. Hagnaður félagsins nam níu milljörðum og hækkaði um 700 milljónir milli ára.Næst mest velta var hjá Brim hf., eða 37,3 milljarðar og var hagnaður félagsins 4,6 milljarðar. Nemur hagnaður þessara tveggja félaga um 47% af heildarhagnaði tíu stærstu útgerðarfélaganna.

Sjö af tíu stærstu félögunum, meðal annars Brim og Samherji, gera upp í evrum, en á milli 2018 og 2019 lækkaði miðgengi krónunnar gagnvart evru um 7% og eykst því umfang í krónum samkvæmt því.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK