Hópuppsögn hjá fyrirtæki tengdu ferðaþjónustu

Mikið hefur mætt á starfsfólki Vinnumálastofnunnar undanfarið ár.
Mikið hefur mætt á starfsfólki Vinnumálastofnunnar undanfarið ár. Eggert Jóhannesson

Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki tengdu ferðaþjónustu. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar, við mbl.is.

Fyrst var greint frá málum á Vísi.

Er þetta önnur hópuppsögnin sem kemur á borð Vinnumálastofnunar í lok mánaðar en áður hefur verið greint frá því að 29 manns var sagt upp hjá Borgun.

Hvað telst sem hópupp­sögn?

Lög um hópupp­sögn eiga við þegar at­vinnu­rek­end­ur segja upp starfs­mönn­um af ástæðum sem ekki tengj­ast hverj­um ein­stök­um þeirra og þegar fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á 30 daga tíma­bili er: 

  • Að minnsta kosti 10 í fyr­ir­tækj­um sem venju­lega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs­menn í vinnu,
  • Að minnsta kosti 10% starfs­manna í fyr­ir­tækj­um sem venju­lega hafa hið minnsta 100 starfs­menn en færri en 300 starfs­menn í vinnu,
  • Að minnsta kosti 30 starfs­menn í fyr­ir­tækj­um sem venju­lega hafa 300 starfs­menn eða fleiri í vinnu.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK