Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki tengdu ferðaþjónustu. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar, við mbl.is.
Fyrst var greint frá málum á Vísi.
Er þetta önnur hópuppsögnin sem kemur á borð Vinnumálastofnunar í lok mánaðar en áður hefur verið greint frá því að 29 manns var sagt upp hjá Borgun.
Lög um hópuppsögn eiga við þegar atvinnurekendur segja upp starfsmönnum af ástæðum sem ekki tengjast hverjum einstökum þeirra og þegar fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á 30 daga tímabili er: