World Class hættir við uppsagnir

Björn Leifsson, einn eigenda World Class.
Björn Leifsson, einn eigenda World Class. Morgunblaðið/Hari

Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class, hefur ákveðið að bíða með frekari uppsagnir í þeirri von að kórónuveirufaraldurinn verði senn á enda. 

Haft var eftir Birni fyrir helgi að til greina kæmi að segja upp 350 starfsmönnum hjá World Class vegna mikil tekjutaps í faraldrinum. 

„Þegar stöðvunum var fyrst lokað vegna faraldursins [í lok mars] sagði ég upp öllum sem voru með viku uppsagnarfrest. Það voru um 40 manns. Ég hef ekki sagt upp fleira fólki. Ég lifi í voninni um að við fáum að opna sem fyrst, enda sýna rannsóknir erlendis að smit eru mjög óalgeng á líkamsræktarstöðvum í löndunum í kringum okkur, að Bandaríkjunum meðtöldum,“ segir Björn. 

World Class-stöðvunum var lokað í 9 vikur sl. vor meðan fyrsta bylgjan gekk yfir. Þeim var aftur lokað í þriðju bylgjunni en komandi föstudag verða tveir mánuðir liðnir síðan síðari lokunin hófst. Frá henni dragast tvær vikur þegar heimilt var að hafa opið með að hámarki 20 gesti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka