Arcadia í greiðslustöðvun

AFP

Verslunarfyrirtækið Arcadia, sem á og rekur Topshop, Burton og Dorothy Perkins, hefur fengið greiðslustöðvun. Óttast er um störf 13 þúsund starfsmanna fyrirtækisins.

Arca­dia Group, sem er í eigu Phil­ip Green, er nú í umsjón Deloitte og verða verslanir keðjunnar áfram opnar. Fram kemur í frétt BBC að kórónuveirufaraldurinn hafi haft alvarleg áhrif á rekstur verslana í eigu Arcadia. Jafnframt verða allar pantanir helgarinnar afgreiddar.

Verslunarveldi Philip Green riðar nú á barmi gjaldþrots en ekki tókst að útvega aukið fé til rekstursins líkt og stefnt var að. Arcadia á 444 verslanir í Bretlandi og 22 erlendis. Alls eru um 9.300 starfsmenn fyrirtækisins í hlutabótaleiðinni vegna Covid-19. 

Philip Green er stjórnarformaður Arcadia.
Philip Green er stjórnarformaður Arcadia. AFP

Ian Grabiner, forstjóri Arcadia, segir í viðtali við BBC að þetta sé sorgardagur fyrir fyrirtækið.

„Áhrif Covid-19-farsóttarinnar, þar á meðal þvinguð lokun verslana í langan tíma, hefur haft alvarleg áhrif á viðskipti allra vörumerkja okkar,“ segir hann.

Hann segir það forgangsverkefni á þessum ögrandi tímum að vernda störf og fjárhagslega stöðu fyrirtækisins í þeirri von, að að farsóttinni lokinni verði hægt að halda áfram.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK