Erlendir sérfræðingar á Íslandi

Þessi mynd var tekin við opnun vefjarins Work in Iceland …
Þessi mynd var tekin við opnun vefjarins Work in Iceland í húsakynnum Alvotech. Frá vinstri: Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og stjórnarmaður Alvotech, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu Ljósmynd/Aðsend

Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir opnum rafrænum fundi kl. 12 í dag um tækifærin sem felast í að fá fleiri erlenda sérfræðinga til landsins í hátæknistörf.

Á Íslandi starfa hundruð erlendra sérfræðinga hjá fjölmörgum hugverka- og nýsköpunarfyrirtækjum. Á fundinum verður farið yfir hvers vegna það skiptir máli að fá erlenda sérfræðinga til starfa á Íslandi og hvað það er helst sem laðar þá hingað.

Erindi flytja þau Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech. Auk þess verður nýtt kynningarmyndband Work in Iceland frumsýnt.

Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, er fundarstjóri.

Hér má fylgjast með beinu streymi frá fundinum:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK