Mastercard hyggst rannsaka ásaknir um að klámsíðan Pornhub.com sé með gríðarlegt magn af barnaklámi og öðru ofbeldi inni á síðunni. Í grein sem greinahöfundur New York Times, Nicholas Kristof, birti nú fyrir helgi er þessu haldið fram.
Í greininni kom m.a. fram að vefsíðan væri sneisafull af nauðgunarmyndböndum, barnaníði og kynþáttaníði svo fátt eitt sé nefnt. Þá benti Kristof jafnframt á fjölda myndbanda sem sýna stúlkur undir lögaldri í kynlífsathöfnum. Forsvarsmenn Pornhub hafa vísað ásökununum á bug.
Í svari Mastercard við fyrirspurn fréttastofu Reuters kemur fram að ásakanirnar séu til skoðunar. „Ef satt reynist verður gripið til aðgerða,“ sagði í svarinu, en ljóst er að kortafyrirtækið hefur gríðarlega hagsmuni af því að halda samstarfinu gangandi.
Milljarðamæringurinn Bill Ackman hvatti Mastercard og Visa til að halda aftur af greiðslum til klámsíðunnar í kjölfar greinarinnar. Visa hefur ekki brugðist við fyrirspurnum vegna málsins.