Ekkert lát á uppsögnum hjá Lufthansa

Lufthansa.
Lufthansa. AFP

Gera má ráð fyrir að búið verði að segja upp 29 þúsund starfsmönnum þýska flugfélagsins Lufthansa fyrir árslok. Ekki er útlit fyrir að hægja taki á niðurskurðinum á næsta ári þar sem gert er ráð fyrir að um tíu þúsund starfsmenn missi vinnuna. Þýska blaðið the Bild greinir frá. 

Félagið, líkt og önnur flugfélög, hefur átt í miklum erfiðleikum frá því að faraldurinn fór af stað í marsmánuði fyrr á þessu ári. Stjórnendur Lufthansa gera jafnframt ekki ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi komist á eðlilegan stað fyrr en árið 2025. 

Hafa tapað háum fjárhæðum

Að því er heimildir the Bild herma verður 20 þúsund manns utan Þýskalands sagt upp. Auk þess verði 7.500 manns hjá dótturfélagi þess sagt upp. Heildarfjöldi starfsfólks að niðurskurði loknum verður 109 þúsund. 

Þrátt fyrir harðar aðhaldsaðgerðir hefur Lufthansa nú tapað gríðarlegum fjárhæðum í faraldrinum. Nú þegar hefur þremur milljörðum evra verið eytt af ríflega níu milljarða ríkisstyrk. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK