Farsóttin mun skilja eftir „ákveðin sár“

Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði og nefnd­armaður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka …
Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði og nefnd­armaður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands.

„Það er engin ástæða til að ætla að ástandið verði viðvarandi. Það er þó þannig að það eru ákveðin sár sem myndast,“ sagði Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði og nefnd­armaður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands, á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 

Að hans sögn eru þjóðir yfirleitt mjög fljótar að vinna sig út úr farsóttum. Sagan sýni jafnframt að batinn sé mjög hraður. „Það er búið að rannsaka farsóttir fyrri alda. Eftir farsóttir taka hagkerfi mjög snögglega við sér, til að mynda var mikil uppsveifla í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum eftir spænsku veikina.“

Ríkissjóður og fyrirtæki skuldug

Aðspurður sagði Gylfi að margir yrðu í verri stöðu að ástandi loknu. Þá væri alveg ljóst að mörg fyrirtæki yrðu í erfiðri stöðu að farsóttinni lokinni. „Það eru fyrirtæki sem detta út og önnur sem verða skuldugri en áður. Ríkissjóður verður auk þess með meiri skuldir, fara úr 30% í 40% af landsframleiðslu.“

Sjálfur sagðist Gylfi hafa meiri áhyggjur af viðkvæmum hópum samfélagsins. „Ég hef mestar áhyggjur af viðkvæmustu þjóðfélagshópunum. Eins og krökkum í skólum sem missa eitt ár úr skóla hvað varðar félagsþroska og menntun. Það gæti verið að myndast annað sár. Vonandi sem minnst en það er möguleiki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK