Kia kallar inn 295 þúsund ökutæki

Kia Sorento.
Kia Sorento. Ernir Eyjólfsson

Bílaframleiðandinn Kia mun kalla inn ríflega 295 þúsund ökutæki á næstu dögum. Er ástæðan þar að baki sögð vera eldhætta í vélarrými bifreiðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðandanum. 

Undirtegundirnar sem um ræðir eru 2012-2013 árgangar af Sorento, 2012-2015 árgerðir af Forte Koup og Forte, 2011-2013 árgerðir af Optima Hybrid, 2014-2015 árgerðir af Soul og 2012 árgerð Sportage. Talið er að bilun í vélum bifreiðanna geti orðið til þess að það kvikni í vélarrýminu. 

Bifvélavirkjar Kia munu fara yfir vélina og kanna hvort olíuleki geti átt sér stað. Þá verður skipt um vélar í bifreiðum sé talin þörf á því. Vonir eru bundnar við að framangreindar viðgerðir komi í veg fyrir eldhættu. 

Þetta er annað áfallið sem Kia verður fyrir á stuttum tíma. Í síðustu viku var greint frá því að hlutdeildarfélagi þess, Huyndai, hefði verið gert að greiða 210 milljón dala sekt eftir að í ljós kom að illa hafði verið staðið að innköllun 1,6 milljón bifreiða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK