240 milljóna þrot hótels í Grímsnesi

Hótel Borealis í Grímsnesi.
Hótel Borealis í Grímsnesi.

Skiptum er lokið á þrotabúi Sogsins Grímsnesi ehf., en félagið rak Hótel Borealis sem var lýst gjaldþrota í fyrra. Áður hafði meðferðarheimilið Byrgið verið rekið um tíma á staðnum.

Samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag voru lýstar kröfur í búið 406 milljónir, en skiptastjóri búsins staðfesti við mbl.is að samþykktar veðskuldir væru stærsti hluti krafna, eða 308 milljónir.

Þá hefði helsta eign félagsins verið fasteignin Brúarholt II og innbú, en það var allt veðsett Arion banka. Þar sem ekki hafi gengið að selja eignina á almennum markaði hafi nauðungasala farið fram hjá sýslumanni í sumar og fengist 164 milljónir.

Eftir uppboðið voru ekki aðrar eignir til staðar til greiðslu skiptakostnaðar eða annarra krafna og var skiptum því lokið. Fengust því aðeins um 164 milljónir upp í samtals 406 milljóna kröfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK