Falasteen nýr sjálfbærnissérfræðingur Eimskips

Falasteen Abu Libdeh er nýr sjálfbærnissérfræðingur Emskips.
Falasteen Abu Libdeh er nýr sjálfbærnissérfræðingur Emskips. Ljósmynd/Aðsend

Falasteen Abu Libdeh hefur verið ráðin sjálfbærnisérfræðingur hjá Eimskip. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að hún mun sinna sjálfbærnimálum en félagið vinnur að stefnumótun og uppfærðri aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára í þeim málaflokki.

Falasteen hefur starfað hjá Eimskip síðan 2017 sem sérfræðingur á Mannauðs- og samskiptasviði og hefur meðal annars leitt kjaraþróun og Jafnlaunavottun hjá félaginu ásamt því að vinna að samfélagsábyrgð. Þá er hún með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MPM gráðu í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

„Eimskip hefur um árabil verið framarlega á sviði samfélagsábyrgðar. Sjálfbærni er vegferð og jafnvel þó við höfum verið leiðandi í þessum málaflokki á Íslandi þá erum við nú að auka áherslu á málaflokkinn til að tryggja að hann verði samofinn okkar daglegri starfsemi og ákvörðunartöku á alþjóðavísu. Falasteen þekkir sjálfbærnimálin afar vel og ég hlakka til að vinna áfram með henni að þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Emskips, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK