Mikil óvissa hjá Geysisverslunum

Geysisverslanirnar eru glæsilegar og hafa notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna …
Geysisverslanirnar eru glæsilegar og hafa notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna og heimamanna á síðustu árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ljóst er að kórónuveirufaraldurinn mun hafa mikil áhrif á verslunarveldið sem kennt er við Geysi en það rekur verslanir og matsölustað í Haukadal auk verslana af fjölbreyttum toga í Reykjavík og á Akureyri, m.a. undir nafni Geysis en einnig Jólahúsið í Reykjavík og minjagripaverslanir. Mörgum verslananna hefur verið skellt í lás í faraldrinum enda byggðu þær að stórum hluta á komu erlendra ferðamanna til landsins. Starfsemin í Haukadal er rekin undir rekstrarfélaginu Geysir Shops ehf. en aðrar verslanir á snærum félagsins EJ eignarhaldsfélags ehf. eru reknar undir hatti Arctic Shopping ehf.

Kórónuveiran hefur alvarleg áhrif

Í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningum félaganna fyrir árið 2019 er fjallað um áhrif faraldursins og þar ítrekað að hrun í komu ferðamanna hafi haft alvarleg áhrif á starfsemina. Starfsfólki hafi fækkað og að sóttur hafi verið stuðningur í aðgerðapakka ríkissjóðs, auk þess sem félögin eiga í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra.

Jóhann Guðlaugsson er eigandi EJ eignarhaldsfélags sem á Geysisverslanirnar.
Jóhann Guðlaugsson er eigandi EJ eignarhaldsfélags sem á Geysisverslanirnar. Haraldur Jónasson / Hari

Geysir shops ehf. velti tæpum 1,2 milljörðum í fyrra og dróst veltan saman um 9% frá fyrra ári. Hagnaður reyndist 41 milljón og dróst saman um 63%. Skuldir félagsins námu 193,2 milljónum og lækkuðu um 80 milljónir milli ára. Eigið fé var 454,3 milljónir. Arctic Shopping ehf. velti 1.530 milljónum í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 45 milljónir frá fyrra ári. Hagnaður reyndist 36,2 milljónir og dróst saman um 55,4 milljónir. Skuldir Arctic Shopping stóðu í 618,4 milljónum og lækkuðu um tæpar 80 milljónir milli ára. Eigið fé félagsins stóð í 633,3 milljónum í árslok.

Eigandi EJ eignarhaldsfélags er Jóhann Guðlaugsson.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK