Viðskiptamaðurinn Elon Musk tilkynnti í dag að hann ætlaði að flytja fyrirtæki sitt, Tesla, úr Kísildalnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum til Texas-ríkis. Musk spáir því að hinn margrómaði tæknidalur muni missa áhrifin sem hann hefur á heiminn.
Musk sagði einnig í tilkynningu sinni að Kalifornía hefði almennt of mikil áhrif á heiminn og líkti ríkinu við íþróttalið sem lítur of stórt á sig.
Höfuðstöðvar Tesla eru í Kísildalnum en stefnir Musk á að byggja nýja verksmiðju í Austin í Texas-ríki en annað fyrirtæki Musk, Space X, er nú þegar með starfsemi í þar.
Musk hefur áður hótað að flytja Tesla til Texas en það gerði hann í maí síðastiðinn eftir að yfirvöld í ríkinu meinuðu honum að enduropna verksmiðju sína á meðan heimsfaraldur geisar.
Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, virtist kátur með tíðindin og bauð Musk og Tesla velkomin til ríkisins. „Texas elskar störf og við erum glöð með að geta kallað þig Texasbúa,“ skrifaði Cruz í færslu á Twitter í dag.
Texas hefur ýmislegt fram yfir Kaliforníu en þar er framfærslukostnaður bæði lægri og enginn tekjuskattur sem er eitthvað sem gæti heillað Musk, nú þegar hann er orðinn annar ríkasti maður í heimi.