Vöxtur í sendingum hjá TVG Xpress hefur verið ævintýralegur á þessu ári samkvæmt Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskipa.
Hún segir fjölda sendinga nú þegar vera tvöfalt meiri en í fyrra og aukning sendinga í nóvember vera 550%.
„TVG Xpress afhendir vörur samdægurs til nær 80% landsmanna og heldur því áfram þrátt fyrir þennan mikla vöxt. Við finnum að fólk vill ekki þurfa að bíða og kann vel við að fá sendingarnar til sín samdægurs“ segir Hannes Alfreð Hannesson, forstöðumaður TVG Xpress.