Öskurherferðin tilnefnd til verðlauna

Fólk var hvatt til að láta ösk­ur sitt hljóma á …
Fólk var hvatt til að láta ösk­ur sitt hljóma á Íslandi.

Markaðsherferðin Let It Out sem keyrð var undir merkjum Inspired by Iceland síðastliðið sumar hefur verið tilnefnd til tvennra Digiday verðlauna. Tilnefningarnar eru í flokki almannatengsla annars vegar, og í flokknum besta auglýsingin hins vegar. 

Bandaríski miðillinn Digiday verðlaunar árlega markaðsstarf fyrirtækja fyrir bæði hugmyndaauðgi og árangur og eru verðlaunin eftirsótt meðal fagfólks í markaðsgeiranum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Myndbandið sem hvatti fólk til þátttöku í Let it Out herferðinni er tilnefnt í flokknum besta auglýsingin. Það voru M&C Saatchi og Peel auglýsingastofa sem unnu handrit og hugmyndavinnu að myndbandinu, en framleiðslufyrirtækið Skot sá um upptökur og framleiðslu.

Leikstjórn var í höndum þeirra Samúels Bjarka Péturssonar og Gunnars Páls Ólafssonar, en Úlfur Eldjárn samdi tónlistina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK