Útibú flutt og höfuðstöðvum breytt

Framkvæmdirnar. Á þessu svæði kemur nýtt anddyri.
Framkvæmdirnar. Á þessu svæði kemur nýtt anddyri. mbl.is/Eggert

„Það var kominn tími á að endurnýja ýmislegt í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. Húsið var byggt og komið í núverandi útlit fyrir um 13 til 15 árum síðan og var kominn tími á margvíslegar betrumbætur,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, um framkvæmdir sem nú eru í gangi við höfuðstöðvar bankans í Borgartúni. 

Segir Haraldur að ákveðið hafi verið að nýta tímann nú þegar stór hluti starfsfólks vinnur heima. Þannig verði nú unnið að því að bæta loftgæði og hljóðvist á svæðinu öllum til bóta. 

Nýtt anddyri 

Að sögn Haraldar er hluti framkvæmdanna vegna tilfærslu útibús bankans, sem staðsett er til móts við höfuðstöðvarnar hinum megin við götuna. Nú má sjá stórt hvítt tjald utan við höfuðstöðvarnar, en þar er verið að setja upp nýtt anddyri.

„Vegna þessa er nú verið að koma fyrir nýjum inngangi í Borgartúni 19, sem mun snúa að Borgartúninu, og móttöku- og þjónustusvæði fyrir viðskiptavini.“

Frá framkvæmdunum.
Frá framkvæmdunum. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK