Sjálfhreinsandi búnaður í Kringlunni

Kringlan.
Kringlan.

„Við erum fyrstir til að innleiða þetta hér á landi enda er þetta algjörlega nýtt. Þetta er liður í því að auka sóttvarnir í húsinu og veita gestum okkur öryggi,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um nýjan búnað sem nú er að finna í verslunarmiðstöðinni. 

Í Kringlunni má nú finna búnað NanoSeptic, en búnaðurinn er sjálfhreinsandi og minnkar  líkur á snertismiti. Búnaðurinn virk­ar þannig í notk­un að þunn filma er lögð ofan á hugs­an­lega snertifleti en með því drep­ast bakt­erí­ur, sem ann­ars hefðu legið á um­rædd­um flöt­um, sam­stund­is.

Búnaður frá Bandaríkjunum

Að sögn Sigurjóns er búið að koma búnaðinum fyrir á hurðum og lyftuhnöppum. „Við erum búin að líma þetta á ákveðna fleti, þar á meðal hurðar og lyftuhnappa þar sem fólk er að fara um. Þetta er búnaður sem sótthreinsar sig sjálfur,“ segir Sigurjón og bætir við að búnaðinn verði áfram að finna í verslunarmiðstöðinni næstu mánuði. 

„Við munum halda þessu eitthvað áfram, sérstaklega í ljósi aðstæðna. Þetta er búnaður sem okkur barst frá Bandaríkjunum og hreingerningarfyrirtækið Hreint sér um hér á landi. Okkur fannst sniðugt að innleiða þetta enda getur mannshöndin ekki séð um alla hreinsun.“

Búnaðurinn.
Búnaðurinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK