Spá fjölgun stórra á orkunotenda

Gagnaver Etix Everywhere og Borealis á Blönduósi. Gert er ráð …
Gagnaver Etix Everywhere og Borealis á Blönduósi. Gert er ráð fyrir því að stórum orkunotendum fjölgi á svipuðum hraða og verið hefur.

Í nýrri raforkuspá sem nær til næstu 40 ára eða til 2060 er gert ráð fyrir því að rafvæðing samgangna haldi áfram og gert er ráð fyrir að umtalsverð orkuskipti eigi sér stað á spátímabilinu, fyrst og fremst í samgöngum. Þá  er búist við því að stórum orkunotendum haldi áfram að fjölga. 

Stórnotkun muni aukast 

Spáin er gerð af raforkuhópi orkuspárnefndar Orkustofnunar. Í skýrslunni er fjallað um raforkunotkun frá 2020 til 2060 og sviðsmyndir um raforkunotkun. Þar kemur fram m.a. fram að raforkuspáin spái aðeins fyrir um eftirspurn eftir raforku og er ekki lagt mat á hvort það sé nægt framboð raforku til mæta þörfinni. Er meðal annars gert ráð fyrir svipaðri þróun hvað varðar aukna stórnotkun.  „Gert er ráð fyrir svipaðri aukningu eins og verið hefur á síðustu árum í gagnaverum og annarri starfsemi. Þessi spá gæti verið vísir um aukna orkuþörf ef farið verður að framleiða eldsneyti með raforku," segir m.a. í frétt á vef Orkustofnunar.

Eingöngu er spáð fyrir um áætlaða orkuþörf.
Eingöngu er spáð fyrir um áætlaða orkuþörf. Rax / Ragnar Axelsson

Helstu niðurstöður

  • Orkusparnaður heimila hefur verið töluverður á síðustu árum í lýsingu og sparneytnari heimilistækjum. Spáin reiknar með að þessi þróun haldi áfram en hægist þó á henni.
  • Gert er ráð fyrir að umtalsverð orkuskipti eigi sér stað á spátímabilinu, fyrst og fremst í samgöngum. Gert er ráð fyrir að fólksbifreiðar verði að stórum hluta rafknúnar og síðan taki við sendibifreiðar, vörubifreiðar og hópferðabifreiðar, ferjur, skip og annað.
  • Áhrif COVID eru greinanleg í spánni, því stóriðja hefur dregist nokkuð saman í ár, en ekki mælast mikil áhrif á almenna notkun. Gert er ráð fyrir að þjóðfélagið vinni sig hratt upp úr þeirri niðursveiflu og að á árunum 2022 til 2023 verði stóriðjunotkunin komin í fyrra horf.
  • Mikil óvissa er varðandi uppsjávarafla en miðað er við tölur frá Hafrannsóknar-stofnun um áætlaðan afla á komandi árum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK