Í nýrri raforkuspá sem nær til næstu 40 ára eða til 2060 er gert ráð fyrir því að rafvæðing samgangna haldi áfram og gert er ráð fyrir að umtalsverð orkuskipti eigi sér stað á spátímabilinu, fyrst og fremst í samgöngum. Þá er búist við því að stórum orkunotendum haldi áfram að fjölga.
Spáin er gerð af raforkuhópi orkuspárnefndar Orkustofnunar. Í skýrslunni er fjallað um raforkunotkun frá 2020 til 2060 og sviðsmyndir um raforkunotkun. Þar kemur fram m.a. fram að raforkuspáin spái aðeins fyrir um eftirspurn eftir raforku og er ekki lagt mat á hvort það sé nægt framboð raforku til mæta þörfinni. Er meðal annars gert ráð fyrir svipaðri þróun hvað varðar aukna stórnotkun. „Gert er ráð fyrir svipaðri aukningu eins og verið hefur á síðustu árum í gagnaverum og annarri starfsemi. Þessi spá gæti verið vísir um aukna orkuþörf ef farið verður að framleiða eldsneyti með raforku," segir m.a. í frétt á vef Orkustofnunar.