Álag á Keflavíkurflugvelli yfir hátíðarnar

Álag getur skapast á keflavíkurflugvelli í aðdraganda jóla og í …
Álag getur skapast á keflavíkurflugvelli í aðdraganda jóla og í kringum áramót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Isavia vekur athygli á því að álag getur skapast á Keflavíkurflugvelli í aðdraganda jóla og kringum áramót. Búist er við að fleiri ferðamenn fari þar um en að jafnaði á síðustu vikum og mánuðum. 

„Eru farþegar á leið úr landi tiltekna álagsdaga, þ.e. 18. og 19. desember og 2. og 3. janúar, hvattir til að mæta í innritun og öryggisleit 3 klukkustundum fyrir brottför. Það yrði gert til að koma til móts við þær aðstæður sem annars gætu skapast og þannig að afgreiðsla gangi eins vel og kostur er“ segir í tilkynningu frá Isavia. 

Auk þess eru farþegar hvattir til þess að gæta vel að almennum sóttvörnum á flugvellinum og eru bæði farþegar og starfsfólk beðnir um að nota grímur á farþegasvæðum í flugstöðinni. Standar með handspritti má finna víða í flugstöðinni. Þá er einnig hægt að kaupa spritt og sóttvarnargrímur í fríhafnarverslun og hjá afgreiðslu Airport Parking. 

Farþegum bent á að skrá sig í flug á netinu

Til að hraða ferðalagi og fækka snertingum er farþegum bent á að skrá sig í flug á netinu áður en haldið er á flugvöllinn, sé þess kostur. Einnig er farþegum bent á að nota sjálfsafgreiðslustöðvar í brottfararsal til að innrita sig. 

Fram kemur í tilkynningunni að bið kunni að myndast við skimunarbása Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á flugvellinum. Komi til þess verður hleypt í hópum úr flugvélum inn í flugstöðina til að stýra á álagi. 

Þjónusta verslunar- og veitingaaðila í flugstöðinni hefur verið skert síðustu vikur og mánuði vegna færri flugferða sökum Covid-19 faraldursins. Nánari upplýsingar um verslanir og veitingastaði eru að finna á vef Keflavíkurflugvallar. 

Almannavarnir vilja beina því til fólks, sem á von á ættingjum og vinum til landsins fyrir og um hátíðarnar, að sækja ekki komufarþega á Keflavíkurflugvöll. Því er beint til farþega að þeir taki rútu, leigubíl eða keyri sjálfir á áfangastað, við komuna til landsins. Nánari upplýsingar um leiðbeiningar Almannavarna og heilbrigðisyfirvalda vegna ferðalaga til og frá Íslandi má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK